Fylgjast náið með brúnum

Frá samhæfingarmiðstöð Almannavarna í dag. Nicolai Jónasson, deildarstjóri Vegagerðarinnar er …
Frá samhæfingarmiðstöð Almannavarna í dag. Nicolai Jónasson, deildarstjóri Vegagerðarinnar er hér fyrir miðju. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Það eru aðallega tvær brýr sem við fylgjumst með, brúin yfir Jökulsá á Fjöllum og brúin í Kelduhverfi. Við vinnum að því að styrkja varnargarðana á þessum stöðum,“ segir Nicolai Jónasson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni í samtali við mbl.is. Hann er meðal þeirra sem staddur í er í stjórnstöð almannavarna þar sem fylgst er náið með þróun mála á svæðinu norðan Vatnajökuls. Margt bendir til þess að gos sé hafið undir Dyngjujökli en engin ummerki um gos sjást á yfirborði.

Ef flóðið vegna gossins verður stórt gæti þurft að rjúfa vegi og er Vegagerðin með viðeigandi tæki til þess að gera það á þessum tveimur stöðum. Rennslið í ánum hefur ekkert breyst enn í kjölfarið á gosinu sem talið er hafa hafist úr hádegi. Enn er bilun í símkerfi sem er þess valdandi að gögn úr einni á berast ekki stjórnstöð. 

Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum.
Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert