Fyrstu hlaupararnir komnir í mark

Frá Reykjavíkurmaraþoninu í morgun.
Frá Reykjavíkurmaraþoninu í morgun.

Ingvar Hjartarson og Arndís Ýr Hafþórsdóttir sigruðu í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2014. Tími Arndísar mun vera 3. besti tími sem kona hefur náð í 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni og besti tími sem íslensk kona hefur náð. 

Fyrstu þrír hlauparar í mark voru eftirfarandi:

Karlar
1. Ingvar Hjartarson, 32:25
2. Sæmundur Ólafsson, 33:37 
3. Bjartmar Örnuson, 35:48

Konur
1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, 36:55 (3.besti tími kvenna í sögu hlaupsins)
2. María Birkisdóttir, 38:20
3. Guðlaug Edda Hannesdóttir, 38:48

Hægt er að fylgjast með framgangi mála í beinni útsendingu hér.

Helen Ólafsdóttir sigraði í hálfu maraþoni kvenna

Sigurvegari í hálfu maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2014 er Helen Ólafsdóttir. Tíminn hennar 01:23:36 er 5. besti tími sem íslensk kona hefur náð í hlaupinu.
Fyrstu þrjár konur í mark í hálfu maraþoni voru:

1. Helen Ólafsdóttir, ÍSL, 01:23:36
2. Anna Berglind Pálmadóttir, ÍSL, 01:29:24
3. Amanda Robotti, USA, 01:29:36

Þriðja íslenska kona í mark var Eva Skarpaas Einarsdóttir á 01:29:52.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert