Lentu skammt frá Bárðarbungu

Sérfræðingar á Veðurstofu að störfum í Hamrinum í morgun.
Sérfræðingar á Veðurstofu að störfum í Hamrinum í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í hádeginu á Hamrinum í Vatnajökli, en hann er um 10 km vestan við Bárðarbungu. Sigurður Ásgeirsson flugstjóri segir að enga breytingu sé að sjá á jöklinum en menn séu viðbúnir því að eitthvað gerist.

Þyrlan er með sérfræðinga frá Veðurstofunni en þeir eru að yfirfæra jarðskjálftamæli á Hamrinum. Vegna þess hvað mælirinn er nálægt Bárðarbungu hefur hann gefið vísindamönnum mjög mikilvægar upplýsingar um jarðhræringar þar og því mikilvægt að hann sé í lagi.

Sigurður sagði að þyrlan yrði í verkefnum fyrir Veðurstofuna í nágrenni Vatnajökuls í dag. Menn myndu samhliða hafa vakandi auga með Bárðarbungu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert