Björguðu Bandaríkjamanni við Gróttu

Fólk í göngutúr út í Gróttuvita í kvöldsólinni. Mynd úr …
Fólk í göngutúr út í Gróttuvita í kvöldsólinni. Mynd úr safni. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag tilkynningu um að bandarískur ferðamaður væri strandaglópur rétt við Gróttuvita, því flætt hefði að eftir að hann hafði farið út að vitanum. 

Ferðamaðurinn var mjög illa búinn, í gallabuxum og strigaskóm. Björgunarsveitin Ársæll fékk tilkynninguna á undan slökkviliðinu og náði að bjarga manninum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert