Börkur tóbakslaus með öllu

Börkur NK 122 bættist í flotann í vetur.
Börkur NK 122 bættist í flotann í vetur. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

Þegar Síldarvinnslan festi kaup á Berki NK í febrúarmánuði var tekin sú ákvörðun um að ekki yrði reykt um borð í skipinu. Sökum þessa þurftu nokkrir í áhöfninni að taka sig á og hætta reykingum. Notkun nef- og munntóbaks tíðkast ekki hjá skipverjum og er Börkur því tóbakslaus með öllu.

Á vef Síldarvinnslunnar er haft eftir Hjörvari Hjálmarssyni skipstjóra Barkar að sérstakt reykherbergi sé í skipinu en það hafi ekki verið notað eftir að Síldarvinnslan eignaðist það. „Menn losna við reykingalyktina og staðreyndin er sú að allri tóbaksnotkun fylgir mikill sóðaskapur. Ég hef engan heyrt kvarta um borð yfir hvarfi tóbaksins, þvert á móti held ég að allir séu ánægðir með að vera lausir við þennan ófögnuð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert