Enduðu í fangaklefa eftir ítrekuð afskipti

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Þrír ungir menn voru handteknir í miðborginni á fjórða tímanum í nótt eftir að lögregla þurfti ítrekað að hafa afskipti af þeim.

Mennirnir voru ölvaðir  og voru færðir í fangageymslu lögreglu þar sem þeir eru vistaðir þar til ástand þeirra lagast.

Á öðrum tímanum í nótt stöðvaði lögreglan för bifreiðar í austurhluta Reykjavíkur. Ökumaður hennar er grunaður um ölvun við akstur.

Tilkynnt var um innbrot í golfskálann í Grafarholtinu í nótt.  Þar hafði verið spennt upp hurð og farið inn. Þjófarnir höfðu á brott með sér flatskjá ofl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert