Féll 15 metra af Helgafelli

Helgafell, Helgafellssveit, Snæfellsnes *** Local Caption *** Helgafell, Helgafellssveit, Snæfellsnes
Helgafell, Helgafellssveit, Snæfellsnes *** Local Caption *** Helgafell, Helgafellssveit, Snæfellsnes Sigurður Bogi Sævarsson

Erlend kona féll um 15 metra niður af Helgafelli í Helgafellssveit á Snæfellsnesi um fimmleytið í dag. Mesta mildi þykir að konan skuli hafi lifað fallið af. Að sögn lögreglu var konan með fulla meðvitund en meidd á höfði og fæti. 

Ekki er vitað hvernig slysið vildi til en konan féll niður norðurhlið Helgafells og þurfti að bera hana nokkurn spöl til að koma henni í sjúkrabíl, sem fór með hana á sjúkrahús í Reykjavík.

Fararstjóri hópsins sem konan tilheyrði fór að svipast um eftir konunni þegar komið var á topp Helgafells en sá hana hvergi. Konan, sem er 61 árs, var á ferð með allstórum hópi erlendra ferðamanna. Sjálf segist hún ekki muna nákvæmlega hvernig atvikið varð, en hún telur sig hafa runnið á toppi Helgafells með fyrrgreindum afleiðingum.

Lögreglustöðin í Stykkishólmi.
Lögreglustöðin í Stykkishólmi. mbl.is/Hjörtur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert