Fljótsósinn hefur færst til vesturs

Reginöflin breyta nú landinu á þessum slóðum. Fljótið fellur nú …
Reginöflin breyta nú landinu á þessum slóðum. Fljótið fellur nú meira til vesturs og að varnargarðinum sem er neðst til hægri á myndinni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ós Markarfljóts hefur í sumar færst allt að einn kílómetra frá austri til vesturs. Í vor höfðu bændur undir Vestur-Eyjafjöllum áhyggjur af stöðu mála og töldu hættu á að fljótið myndi brjóta niður land til austurs á víðfeðmum svæðum.

Á síðustu vikum hefur þessi þróun snúist við og nú fellur meginþungi fljótsins fast að varnargarði við fljótið vestanvert, að því er fram kemur  í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Varnargarðurinn að vestan er mannvirki sem reist var að tilstuðlan Siglingastofnunar árið 2012. Því var ætlað að færa útfall fljótsins fjær Landeyjahöfn, en sem kunnugt er hefur sandburður úr fljótinu ásamt öðru truflað ferjusiglingar í höfnina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert