Segulómtækið bíður helíums

Hjartavernd bíður eftir helíumi.
Hjartavernd bíður eftir helíumi. mbl.is/Brynjar Gauti

Segulómtæki Hjartaverndar hefur verið bilað síðasta hálfa mánuðinn og verður eitthvað lengur vegna skorts á fljótandi helíum í heiminum.

Sigurður Sigurðsson, yfirmaður myndgreiningardeildar Hjartaverndar, segir að skortur hafi verið á helíum í heiminum undanfarin þrjú ár og því séu alltaf tafir á því að fá helíumið afhent.

Helíum fyrir segulómtæki kemur venjulega frá Bandaríkjunum þar sem er ein stærsta helíumnáma í heimi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert