Kaupir þrennt af öllu

Þóra Sigurðardóttir rithöfundur með þrennt af öllu í innkaupakörfunni.
Þóra Sigurðardóttir rithöfundur með þrennt af öllu í innkaupakörfunni. Þórður Arnar Þórðarson

„Þetta er í raun fáránlegt því ég er miklu hrifnari af sléttum tölum,“ segir Þóra Sigurðardóttir rithöfundur sem í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins játar á sig sérvisku er kemur að innkaupum til heimilisins. Ef Þóru vantar Létt og laggott fara þrjár dollur ofan í körfuna, ef það vantar síróp kaupir hún þrjár sírópsdósir, þrjár mjólkurfernur, þrjá salernisbrúsa og svo framvegis.

Fleiri Íslendingar viðurkenna í greininni að hegðun þeirra og daglegar venjur séu ekki alltaf alveg eftir bókinni. Stefán Máni rithöfundur er alltaf í skáp númer 1 í sundlaugunum eða sjö ef 1 er ekki laus. Ef hann er svo óheppinn að bæði 1 og 7 eru uppteknir fer hann í númer 17 en ef allt þrýtur og enginn þessara þriggja skápa eru tómir fer hann aftur heim.

Þorsteinn Guðmundsson grínisti borðar tertusneiðar alltaf á sama hátt, eftir sérstakri rútínu og byrjar alltaf með því að láta breiðari enda tertusneiðarinnar snúa til hægri.

Alls er spjallað við 13 einstaklinga sem segja frá fjölbreyttum skemmtilegum og skrýtnum ávönum sem hamla þeim þó ekki í hinu daglega lífi.

Sérviska af þessu tagi er samkvæmt rannsóknum talin heilsusamleg en bandaríski sálfræðingurinn David Weeks hefur rannsakað sameiginleg einkenni fólks sem kalla mætti sérvitringa. Samkvæmt rannsóknum sem hann hefur gert í mörg ár eru sérvitringar oftast með svartan húmor, forvitið eðli, sköpunargáfu og hugsjónir. 

Stefán Máni við skápana sína í Vesturbæjarlauginni.
Stefán Máni við skápana sína í Vesturbæjarlauginni. Styrmir Kári
Þorsteinn Guðmundsson með strákunum sínum, Sölva Páli, 11 ára, og …
Þorsteinn Guðmundsson með strákunum sínum, Sölva Páli, 11 ára, og Kára, 7 ára og tertusneiðina fyrir framan sig. Þórður Arnar Þórðarson
Sunnudagsblað Morgunblaðsins sem kemur út um helgina.
Sunnudagsblað Morgunblaðsins sem kemur út um helgina. mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert