Lokun vega kyrfilega tryggð

Á þessu korti Vegagerðarinnar má sjá þær vegalokanir sem eru …
Á þessu korti Vegagerðarinnar má sjá þær vegalokanir sem eru vegna eldgossins í Holuhrauni.

Lögreglumenn og björgunarsveitarfólk er við alla þá vegi sem liggja að eldgosinu sem hófst rétt eft­ir miðnætti milli Dyngju­jök­uls og Öskju, nyrst í Holu­hrauni. Sýslumaðurinn á Húsavík segir að ekki sé hægt að tryggja ástandið á svæðinu meðan myrkur er. Staðan verði skoðuð í birtingu.

„Það er búið að tryggja lokun vega. Það eru vaktaðir lokunarpóstar á öllum vegum,“ sagði Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, í samtali við mbl.is. „Staðan er sú að ástandið á svæðinu er ekki tryggt. Við höfum ekki haft aðstæður til að skoða þær vegna myrkurs. Það er ástæða þess að svæðinu er lokað, þar til unnt er að kanna það frekar.“

Spurður hvort hann óttist að fólk muni reyna að komast að eldgosinu í birtingu segir Svavar: „Það er eitthvað sem við þurfum að meta þegar aðstæðurnar eru betri. Það liggur fyrir að við þurfum að forgangsraða umferð um svæðið. Það verður ekki opnað fyrir umferð án hindrana. Þeir sem eiga forsvaranlegt erindi eiga forgang.“

Eldgos er hafið í norðurenda Holuhrauns, norðan Dyngjujökuls.
Eldgos er hafið í norðurenda Holuhrauns, norðan Dyngjujökuls. Af vefmyndavél Mílu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert