Næst flogið yfir svæðið á sunnudag

Mynd sem tekin var í flugi TF-SIF í morgun.
Mynd sem tekin var í flugi TF-SIF í morgun. Mynd/Landhelgisgæslan

Stefnt er að því að vísindamenn fljúgi næst yfir Holuhraun á sunnudag en síðast var flogið yfir gosstöðina fyrir hádegi í dag. Einnig er nokkrir vísindamenn að störfum á svæðinu, safna sýnum og setja upp mælitæki.

Verið er að senda fyrstu sýnin frá svæðinu og verða þau efnagreind í nótt. Að sögn Víðis Reynissonar, deildarstjóra Almannavarna, verða sýnin greind til að kanna hvaðan kvikan kemur.

Mat vísindamanna sem flugu yfir svæðið í morgun er að gosið liggi alveg niðri og virðist gosið jafnvel vera búið. Taki gosið sig upp á ný, flokkast það sem nýr atburður og þar af leiðandi nýtt gos. Vísindamennirnir fara út af hættusvæðinu í kvöld.

mbl.is ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, eftir að hann kom úr flugi með TF-SIF yfir gosstöðina í morgun. Hann sagði gosið í nótt hafa verið marg­falt minna en það sem var í Bárðarbungu lík­lega í síðustu viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert