Þarf að greiða 168 þúsund fyrir hraðakstur

AFP

Ungur maður sem ók bifreið, með stóra kerru í eftirdragi, fékk 168 þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið bifreiðinni langt umfram heimilaðan hámarkshraða.

Bifreiðin mældist á 146 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Að auki var bifreiðin með stóra kerru í eftirdragi. Sektin við broti af þessu tagi nemur 168 þúsund krónum, þar sem bannað er að aka með kerru hraðar en á 80 km. á klukkustund. Þá verður ökumaðurinn sviptur ökuréttindum í tvo mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert