Viðbjóðslegt að koma nálægt hræi

Búrhvalshræið grotnar niður í fjörunni í Trékyllisvík. Erfitt er að …
Búrhvalshræið grotnar niður í fjörunni í Trékyllisvík. Erfitt er að farga því. mbl.is/Ívar Benediktsson

„Þetta er til bölvaðrar óþurftar og viðbjóðslegt að koma nálægt hræinu,“ segir Guðmundur Magnús Þorsteinsson, bóndi á Finnbogastöðum á Ströndum.

Þar liggur enn búrhvalshræ sem rak á fjöru Finnbogastaða í Trékyllisvík í byrjun mánaðarins. Megnan ódaun leggur af hræinu og þrífa þarf föt og tæki sem komast í snertingu við það

Guðmundur segir að landeigendur hafi einu sinni ýtt hræinu út í fjöru. Þeir hafi farið eins langt með það og hægt var. „Við vorum svo „heppnir“ að það gerði suðaustan kviku og það kom upp í sömu fjöru aftur,“ segir Guðmundur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.  Hann segir að nú sé beðið eftir vestanátt til að hægt verði að gera aðra tilraun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert