Ekkert ferðaveður á morgun

Það spáir ekki góðu veðrið á morgun. Myndin er úr …
Það spáir ekki góðu veðrið á morgun. Myndin er úr safni. mbl.is/Júlíus

Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á slæmri veðurspá fyrir morgundaginn. Hún segir að kröpp og djúp lægð komi að landinu úr suðvestri í nótt og búist sé við suðaustan- og austanátt, 18-25 m/s, og allt að 28 m/s á hálendinu.

Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 45 m/s.

Það lítur einnig út fyrir talsverða rigningu víða um land og mikla úrkoma SA-til. Dregur úr vindi og úrkomu aðfaranótt mánudags. Hiti á bilinu 10 til 17 stig, svo að um hlýtt loft er að ræða og mun öll úrkoman falla sem rigning, einnig á hæstu jöklum.

Ekkert ferðaveður er á morgun og fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum utandyra.

Heimasíða Veðurstofu Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert