Fólk flykkist á Í túninu heima

Markaðurinn í Álafosskvos er á sínum stað og er stemningin …
Markaðurinn í Álafosskvos er á sínum stað og er stemningin þar góð mbl.is/Golli

Bæjarhátíðin Í túninu heima stendur nú sem hæst í Mosfellsbæ. Þar eru ýmsir menningarviðburðir í boði, tónleikar, myndlistasýningar og íþróttaviðburðir. Dagskráin er veglegri í ár sem aldrei fyrr og bærinn býður upp á ýmsar nýjungar. 

Útimarkaðurinn í Álafosskvos er á sínum stað og er stemningin þar góð að sögn Unnar Gunnarsdóttur, verkefnastjóra markaðarins. „Hér er fín stemning og mikið af fjölbreyttum uppákomum. Það er mikið af fólki á svæðinu og bætist sífellt í,“ segir Unnur en markaðurinn verður vinsælli með hverju árinu.

Það eru ýmis fyrirtæki í Kvosinni sem standa að markaðnum í samvinnu við Mosfellsbæ. Markaðinn má líkja við bændamarkað en þar koma einstaklingar af svæðinu og selja ýmsan varning líkt og handverk og kökur. Básarnir eru tuttugu og þrír talsins. „Hér er fólk að selja allt milli himins og jarðar,“ segir Unnur. Á markaðnum stendur miðasala Leikfélags Mosfellsbæjar yfir á leikritið Ronju Ræningjadóttur sem sýnt verður kl. 16:00.

Markaðurinn er opinn til kl. 17 í dag og verður einnig opinn á morgun frá 13-17 ef veður leyfir.

Eftir markaðinn er haldið götugrill á vel skreyttum götum bæjarins þar sem vegfarendur geta gætt sér á ýmsu góðgæti.

Landsþekktir listamenn troða upp á Miðbæjartorgi

Í kvöld nær hátíðin hámarki þegar haldnir verða stórtónleikar á Miðbæjartorgi. Kynnir í ár er færeyski söngvarinn Jógvan Hansen og þar munu landsþekktir listamenn koma fram og skemmta áhorfendum. Þar má nefna Eurovision-farana Pollapönk og hljómsveitina Kaleo.

Dagskránni lýkur síðan með glæsilegri flugeldasýningu í umsjón Börgunarsveitarinnar Kyndils. Þeir sem vilja skemmta sér fram eftir nóttu geta skellt sér á stórdansleik Páls Óskars sem hefst 23:30.

Dagskrá Í túninu heima

Fólk er að selur allt á milli himins og jarðar
Fólk er að selur allt á milli himins og jarðar mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert