Fótbrotnaði á göngu

Björgunarsveitarmenn voru sendir til að ná í manninn sem slasaðist.
Björgunarsveitarmenn voru sendir til að ná í manninn sem slasaðist. mbl.is/Eggert

Björgunarsveitir í Húnavatnssýslu eru nú á leið að sækja slasaðan mann innan og ofan við bæinn Þorgrímsstaði á Vatnsnesi. Talið er að maðurinn, sem var á göngu, sé fótbrotinn. Ábúendur Þorgrímsstaða eru komnir að manninum og bíða með honum eftir björgunarsveitum og sjúkrabíll er kominn að bænum.

Talið er að verkefnið muni taka töluverða stund þar sem bera þarf manninn nokkurn spöl við erfiðar aðstæður, fjallið er bratt og dalurinn þröngur.

Björgunarsveitin Húnar, sem er ein af sveitunum sem eru í þessu verkefni, sótti líka í dag veiðimann sem fór úr mjaðmarlið við Holtavörðuvatn, efst á Holtavörðuheiði. Vatnið er ekki langt frá þjóðvegi 1 þannig að sjúkrabíll komst langleiðina að manninum en björgunarsveitarbíl þurfti til að koma honum í hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert