Frístundaheimili dýrari fyrir einstæða en leikskóli

Á frístundaheimili.
Á frístundaheimili. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Einstæðir foreldrar í Reykjavík greiða meira vegna vistunar barna á frístundaheimili en á leikskóla.

Ástæðan er sú að enginn afsláttur er veittur einstæðum foreldrum, námsmönnum eða öðrum forgangshópum af gjaldi frístundaheimila líkt og er af gjaldi leikskóla, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Sunnudagsmogganum í dag.

Einstætt foreldri greiðir 15.320 kr. á mánuði fyrir 8 klst. leikskóladag með fæði og 17.045 krónur fyrir 8,5 klst. Þegar barnið fer í grunnskóla greiðir sama foreldri 21.990 krónur fyrir 5 daga vistun á frístundaheimili og heita skólamáltíð. Hækkunin nemur 5.000 -.6.700 kr. á mánuði eða 50 - 60 þús. kr. yfir skólaárið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert