Skógarmítill í öllum landshlutum

Skógarmítill
Skógarmítill Ljósmynd/Erling Ólafsson

Flest bendir til að skógarmítill hafi náð að setjast að í íslenskri náttúru. Hann hefur fundist í öllum landshlutum nema á miðhálendinu, en oftast hefur hann fundist á Suðvesturlandi.

Af stórmítlum sem sjúga blóð eru margar tegundir í heiminum. Hér á landi eru þrjár taldar landlægar en sex að auki hafa borist frá útlöndum, segir í frétt á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar, ni.is

Flestir mítlanna hérlendis hafa fundist á ferfætlingum, einkum hundum og köttum en færri á mönnum. Af 106 mítlum, af þekktum hýslum, sem skoðaðir hafa verið frá upphafi til ársins 2011 fundust 85 á ferfætlingum og 21 á mönnum, að því er fram kemur í umfjöllun um mítla í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert