Strandveiðibátar veiddu 8.694 tonn

Alls veiddu strandveiðibátar nú 8.694 tonn sem fékkst I 16.039 …
Alls veiddu strandveiðibátar nú 8.694 tonn sem fékkst I 16.039 róðrum. Meðaltal í róðri var því 542 kg. mbl.is/Alfons

Strandveiðibátar veittu alls 8.693 tonn á strandveiðitímabilinu sem lauk á fimmtudag. Þetta er sjötta tímabilið frá því veiðarnar hófust árið 2009. Alls voru 649 bátar sem stunduðu veiðarnar í sumar.  Þetta eru nokkru færri bátar en á vertíðinni í fyrra þegar 674 bátar stunduðu strandveiðar.

Mestur var aflinn á svæði A eða 2.885 tonn og svæði C var með 2.303 tonn. Svæði B var með 2.110 tonn og svæði D rak lestina með 1.395 tonn. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu. 

Landssamband smábátaeigenda segir að veiðarnar í ár hafi heppnast vel.  Þorskafli hafi aldrei verið meiri og verð vel viðunandi, að því er segir á vef félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert