„Sumir jafnari en aðrir“

Reynir Traustason, ritstjóri DV, og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður.
Reynir Traustason, ritstjóri DV, og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður. mbl.is/Ómar

Sigurður G. Guðjónsson skrifaði seint í gær pistil inn á vefinn Pressan.is, þar sem hann lýsir því hvernig Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi fallið á eigin bragði með því að dreifa hlutum sínum í félaginu DV ehf. milli vina og skyldmenna.

Sigurður lýsti stöðunni í meginatriðum í frétt á mbl.is í gær, en fer í pistli sínum nánar yfir málið.

„Hjá dýrunum í Dýrabæ voru öll dýrin jöfn í upphafi. Síðar gerðist það að sum urðu jafnari en önnur og þurftu þá ekki að lúta almennum og samþykktum reglum.  Þannig reyndist það vera í DV ehf. í dag (föstuag).

Reynir Traustason reyndist hafa verið mest jafnastur af hluthöfum DV ehf. fram til þess að gengið var til dagskrár á aðalfundi í DV ehf. klukkan liðlega fimm  í dag (föstudag). Fram til þess tíma höfðu tveir skriffinnar á vegum meirihluta stjórnar DV ehf. verið að útbúa atkvæðaseðla. Öll sú vinna miðaði að því að hafa atkvæðisrétt af hluthöfum sem meirihluti stjórnar hafði vanþóknun á og færa Reyni Traustasyni aukin völd.“

Þetta segir Sigurður G. Guðjónsson í pistli sínum á Pressunni. Þar segir einnig:

„Reynir Traustason átti hlut í DV ehf. að nafnverði kr. 15.000.000 sem svaraði til 9.66% af heildar hlutafé félagsins þegar stjórnarfundurinn byrjaði. Þegar Reynir Traustason var búinn að troða því í gegnum stjórn, að enginn hluthafi færi með meira en 5% atkvæðisréttar á aðalfundinum, brá hann á það ráð til að tryggja að enginn hluta hans færi í súginn með því að selja vinum og vandamönnum hluti sína, urðu börn hans þannig skyndilega hluthafar í félaginu og hefur verið splæst DV-forsíðum í gegnum tíðina á minni skandala.

Meirihluti stjórnar DV ehf. samþykkti þessa ráðstöfun, enda liður í því að hún gæti ráðið félaginu án þess að taka nokkra fjárhagslega ábyrgð á því.“

Pistill Sigurðar í heild

Vindar blása um DV.
Vindar blása um DV. mbl.is/Sverrir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert