Leki á Landspítala óviðunandi

Vaktmenn spítalans komu sex fötum fyrir á ganginum í morgun.
Vaktmenn spítalans komu sex fötum fyrir á ganginum í morgun. ljósmynd/Jón Gunnarsson

Dropar falla á gólf Landspítalans við Hringbraut eftir óveðrið í nótt. Vatnið lekur inn á gang spítalans þar sem sjúkrabílarnir koma að spítalanum.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala lekur vatnið frá þaki hússins. Þakið er steypt og er dúkurinn upprunalegur frá byggingu rýmisins.

Ingólfur Þórisson, yfirmaður eigna á Landspítalanum, segir dúkinn löngu farinn að gefa sig og skipta þurfi um hann. Ítrekað hefur rigningarvatn lekið í gegn á gang spítalans svo vaktmenn þurfa að setja fötur undir lekann.

Reynt hefur verið að þétta þakið á síðustu árum en illa hefur gengið að koma í veg fyrir lekann. „Það kostar um það bil 40 milljónir að skipta um dúk og við höfum einfaldlega ekki haft fjármagn til þess að ráðast í það verkefni, það hefur þurft að bíða,“ segir Ingólfur.

Ingólfur segir ástandið óviðunandi þótt vatnslekinn hafi ekki áhrif á starfsemi spítalans með beinum hætti. „Fötunum er bara ýtt til hliðar ef það þarf að flytja sjúklinga um þennan gang.“

Frétt Mbl.is: Leki á Landspítala

Rigningarvatn lekur í gegnum þak Landspítalans.
Rigningarvatn lekur í gegnum þak Landspítalans. ljósmynd/Jón Gunnarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert