Mikilli rigningu spáð suðaustanlands

mbl.is/Ómar

Veðurstofa Íslands segir að búist sé við mikilli rigningu suðaustanlands fram á nótt og er hætt við skriðum á þeim slóðum. 

Spá Veðurstofunnar er svohljóðandi:

Suðaustan 10-20 m/s, hvassast við norðaustur- og suðurströndina. Víða rigning, en mikil rigning suðaustantil. Dregur úr vindi og úrkomu í nótt. Suðvestan 8-15 á morgun og rigning með köflum, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast austanlands á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert