Ungir piltar rændu töskum

mbl.is/Hjörtur

Þrír ungir menn rændu handtösku frá erlendum ferðamanni á Hverfisgötu í Reykjavík í nótt. Þeir hlupu á brott en voru handteknir skömmu síðar og færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Að sögn lögreglu voru piltarnir í mjög annarlegu ástandi. Þeir voru aðeins 15-18 ára gamlir og var haft samráð við Barnavernd vegna málsins.

Þegar verið var að vista mennina var tilkynnt um annað rán. Þar hafði verið ráðist á konu á Skúlagötu og handtösku hennar rænt af henni. Konan tilkynnti hins vegar ekki ránið fyrr en hún var komin heim. Handtaskan fannst hjá drengjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert