Vísindamenn í návígi við gosið

Úr myndskeiðinu.
Úr myndskeiðinu. mynd/Jarðvísindastofnun

Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur birt nýtt myndskeið sem sýnir eldgosið í Holuhrauni, en vísindamenn voru á vettvangi fyrr í dag og sáu gosið í návígi. Hæstu hraunstrókarnir eru sagðir ná um 70 metra hæð.

Líkt og fram hefur komið hófst hraungos í Holuhrauni líklega upp úr kl. 04:00 í nótt, á sama stað og gaus fyrir tveimur dögum. Sprungan virtist vera u.þ.b. 1,5 km löng. Tekið var eftir því á vefmyndavél Mílu um 05:51. Færri skjálftar fylgja gosinu en því fyrra, en meira hraun kemur upp.

Skjálftavirkni hefur verið mikil á gossvæðinu. Meira en 600 skjálftar hafa mælst á svæðinu, þeir stærstu 3,8 og 5,1 í Bárðarbunguöskjunni. Óveður á svæðinu gerir það að verkum að minni skjálftar greinast verr.

Myndskeið Jarðvísindastofnunar má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert