Andlát: Gunnar Finnsson

Gunnar Finnsson
Gunnar Finnsson

Gunnar Finnsson, rekstrarhagfræðingur og stofnandi Hollvinasamtaka Grensáss, er látinn. Gunnar fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1940.

Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1960. Cand. oecon frá Háskóla Íslands 1964 og MBA í rekstrarhagfræði frá Indiana University, Graduate School of Business, í Bloomingon í Indiana í Bandaríkjunum, 1966.

Gunnar starfaði hjá Flugfélagi Íslands sem fulltrúi hjá forstjóra frá 1964 til 1969 er hann flutti til Montreal í Kanada þar sem hann starfaði hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) sem deildarstjóri og sérfræðingur í rekstri flugvalla og flugmálastjórna. Hann flutti til Íslands árið 2001 og starfaði sem sérfræðingur og ráðgjafi í flugmálum.

Gunnar lét málefni Endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás sig miklu varða og var meðal stofnenda og formaður Hollvinasamtaka Grensáss frá upphafi.

Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Kristín Erla Albertsdóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert