Mikil aukning á sjúkraflugi

Sjúkrahúsið Akureyri
Sjúkrahúsið Akureyri mbl.is/Sigurður Bogi

Rúmlega 24% aukning er í sjúkraflugi frá Sjúkrahúsinu á Akureyri á milli ára. Frá janúar til júlí voru farnar 352 ferðir samanborið við 283 ferðir á sama tíma árið 2013.

Gróa Björk Jóhannesdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn Sak, segir í viðtali við Vikudag aukninguna að hluta til skýrast af aukinni þjónustu við Vestmannaeyjar eftir að Mýflug hóf sjúkraflug þangað. Einnig hafi flug milli Akureyrar og Reykjavíkur aukist mjög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert