Dóra nýr framkvæmdastjóri Evrópustofu

Evrópustofa.
Evrópustofa. Ljósmynd/Evrópustofa

Dóra Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Evrópustofu en hún starfaði áður sem almannatengill hennar og viðburðastjóri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofunni.

Ennfremur segir að Evrópustofa hafi hafið starfsemi á ný 1. september eftir sumarlokun. Stofan sé nú alfarið rekin af þýska almannatengslafyrirtækinu Media Consulta í gegnum samning fjármagnaðan af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Athygli PR komi hins vegar ekki lengur að rekstri hennar.

Frétt mbl.is: Allir starfsmenn Evrópustofu hættir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert