Minni hagnaður hjá lögmannsstofum

Lögmannsstofurnar hagnast vel en þó minna en í fyrra.
Lögmannsstofurnar hagnast vel en þó minna en í fyrra.

Þrjár af stærstu lögmannsstofum landsins – Logos, Lex og BBA Legal – högnuðust samtals um 1.056 milljónir króna á síðasta ári. Þrátt fyrir ágæta afkomu minnkaði hagnaður þeirra um 250 milljónir frá í fyrra.

Þar vegur þyngst að hagnaður Logos, stærstu lögmannsstofunnar, var 718 milljónir króna og dróst saman um 200 milljónir frá 2012.

Miðað við afkomu félaganna geta eigendur Logos, sem eru sautján talsins, vænst þess að fá hæstu arðgreiðslurnar í sinn hlut, eða að meðaltali um 45 milljónir, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert