Spjalla um möguleika á sameiningu

Hveragerði yrði stærsti þéttbýliskjarninn í sveitarfélaginu.
Hveragerði yrði stærsti þéttbýliskjarninn í sveitarfélaginu. mbl.is/Árni Sæberg

Sveitarstjórnir Ölfuss og Hveragerðis munu væntanlega hittast á fundi í byrjun október til að ræða um möguleika á sameiningu sveitarfélaganna.

Bæjarstjórn Hveragerðis hefur umboð kjósenda til að hefja viðræður en forseti bæjarstjórnar Ölfuss telur rétt að leggja málið fyrir íbúana, áður en farið yrði í viðræður.

Bæjarstjórn Hveragerðis kannaði hug íbúanna til sameiningar við önnur sveitarfélög samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor. Kom í ljós að þeir hallast að sameiningu við Ölfus. Bæjarstjórn Ölfuss þar sem Þorlákshöfn er aðal-þéttbýliskjarninn ákvað að gera ekki sambærilega könnun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert