Loks hægt að mæla gosösku í háloftunum

Ný vél Icelandair að gerðinni Golden Eagle sem mun sinna …
Ný vél Icelandair að gerðinni Golden Eagle sem mun sinna mælingum á gosösku í framtíðinni. Matthías Sveinbjörnsson

Icelandair group festi kaup á nýrri tveggja hreyfla flugvél að gerðinni Golden Eagle 16 á dögunum. Flugvélin er þeim eiginleikum gædd að hreyflar hennar þola gosösku og hún er búin jafnþrýstibúnaði sem tryggir að hún komist í sömu lofthæðir og aðrar flugvélar félagsins. Þannig verður hægt að mæla stöðu gosösku í loftinu og ákvarða með upplýstum hætti hvort loka þurfi loftrými landsins, komi til eldgoss. Að sögn Hilmars Baldurssonar, flugrekstrarstjóra Icelandair, er mikill fengur í vélinni sem hann segir að verði tilbúin til flugs í októbermánuði.

Hægt að halda úti flugi

Hingað til hefur ekki verið hægt að mæla gosösku í réttri lofthæð og því verið nauðsynlegt að loka loftrýminu í lengri tíma en þörf var á, í öryggisskyni. Með tilkomu nýju flugvélarinnar verður breyting þar á því hægt verður að mæla með nákvæmum hætti hvort gosaska raski flugöryggi yfir landinu og þ.a.l. hvort og hve lengi loka þurfi loftrýminu. „Megintilgangur Icelandair er að koma réttum upplýsingum inn í spámódel þannig að það sé ekki verið að loka svæðum að óþörfu“ segir Hilmar um ástæðu þess að flugfélagið réðist í kaup á vélinni. Vonast hann þó til að hagsmunaaðilar og Veðurstofan leggi hönd á plóg og komi að rekstri vélarinnar í framtíðinni þar sem mælingarnar nýtist þeim einnig.

Ávallt reiðubúin

Flugvélin mun eingöngu sinna mælingarhlutverki í framtíðinni. „Hún verður eins og slökkvibíll“ segir Hilmar en vélin mun standa í flugskýli á Keflavíkurflugvelli reiðubúin að fara í loftið ef aðstæður skapast. Til viðbótar við gosöskumæli stendur til að setja í vélina búnað sem sinnir mælingum á öðrum lofttegundum eins og SO2 (sulfur dioxide). 

Mikil aska getur myndast í eldgosi.
Mikil aska getur myndast í eldgosi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert