Vegalengdir afstæðar í hlaupum

Alls tóku 15.654 þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og kusu flestir að …
Alls tóku 15.654 þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og kusu flestir að hlaupa tíu kílómetra eða um sjö þúsund manns. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Almenn vitundarvakning um heilsu og hreyfingu eru ein ástæða þess að þátttaka Íslendinga í almenningshlaupum og hlaupum almennt hefur aukist undanfarin ár.

Hlaupum sem fólk getur skráð sig í fjölgar og fleiri kjósa að hlaupa lengri vegalengdir en áður, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

„Það er alltaf að fjölga fólkinu sem er að hlaupa, ég held að það sé alveg augljóst. Bæði sér maður að þeim sem eru í skokkhópunum fjölgar og hópunum hefur fjölgað hægt og sígandi. Svo sér maður þetta líka bara á götunum,“ segir Torfi H. Leifsson, umsjónarmaður vefsíðunnar hlaup.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert