Neitað um skráningu því stýrið var hægra megin

Nissan Skyline. Stýrið var ekki talið vera réttu megin í …
Nissan Skyline. Stýrið var ekki talið vera réttu megin í bílnum.

Eiganda notaðrar bifreiðar sem hann hafði keypt á Bretlandi áður en hann fluttist aftur til Íslands var hafnað um forskráningu á bifreiðinni hér á landi. Stýri bílsins var hægra megin í bílnum og taldi Samgöngustofa innflutning hans ekki standast lög. Innanríkisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Samgöngustofu um að hafna skráningunni.

Bíllinn var af gerðinni Nissan Skyline og hafði eigandinn keypt hann á Bretlandi um mitt ár 2013 en hann var búsettur þar í eitt og hálft ár, að því er kemur fram í úrskurði ráðuneytisins. Upphaflega fékk eigandinn þær upplýsingar að hann gæti flutt bílinn til Íslands þá um haustið án vandræða. Þegar hingað var komið var honum hins vegar sagt að hann gæti ekki skráð bílinn þar sem hann hefði þurft að eiga bílinn í ár áður en hann gæti flutt hann til landsins. Bíllinn var ekki skráður á eigandann á Bretlandi.

Samkvæmt lögum eiga stýrishjól í bílum hér á landi að vera vinstra megin. Hægt er að veita undanþágu frá því en það hefur aðeins verið gert þegar bílinn er hluti búslóðar einstaklings sem flytur til landsins. Umsækjandinn þarf nú að hafa verið skráður eigandi hennar í að minnsta kosti hálft ár. Því var kröfu eigandans um að fá bílinn skráðan hafnað.

Umferðaröryggi er meginástæða þess að bifreiðar með stýri hægra megin eru almennt ekki leyfðar hér á landi, samkvæmt skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn Morgunblaðsins. Ekki eru hömlur á því að ferðamenn komi á bílum með stýrið hægra megin hingað til lands og veitir tollstjóri tímabundna akstursheimild vegna þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert