Sigurður fékk lausnarbréfið í gær

Sigurði færðar þakkir. Skúli Magnússon, Valgerður Gunnarsdóttir, Aðalheiður Ámundadóttir, Katrín …
Sigurði færðar þakkir. Skúli Magnússon, Valgerður Gunnarsdóttir, Aðalheiður Ámundadóttir, Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Líndal, Valgerður Bjarnadóttir og Jón Kristjánsson mynd/forsætisráðuneytið

Sigurður Líndal lagaprófessor fékk lausnarbréf í gær, en hann baðst lausnar úr starfi sínu sem formaður stjórnarskrárnefndar fyrir helgi, eins og greint var frá hér í Morgunblaðinu á laugardag.

Að sögn Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins, verður nú ráðist í það í framhaldinu að finna nýjan mann til þess að leiða starf nefndarinnar.

Stjórnarskrárnefnd gaf út sína fyrstu áfangaskýrslu í júní síðastliðnum, í þeim tilgangi að skapa forsendur fyrir samráði og frekari faglegri greiningu áður en lengra er haldið. Gefinn var athugasemdafrestur til 1. október samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Hægt er að senda athugasemdir á netfangið postur@for.is.

Þau málefni sem í upphafi nefndarstarfsins voru sett í forgang og fjallað er um í þessari fyrstu áfangaskýrslu eru: þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli undirskrifta; framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu; auðlindir og umhverfisvernd.

Sigurður Líndal lagaprófessor lýsti efasemdum um það að nokkuð komi út úr starfi nefndarinnar hér í Morgunblaðinu sl. laugardag. Jafnframt sagðist hann telja að takmarkaður áhugi væri á því meðal stjórnmálamanna að endurskoða stjórnarskrána.

agnes@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert