Stækkunin dugar ekki til

Framkvæmdir hófust við stækkun suðurbyggingar Leifsstöðvar í sumar. Afkastageta flugstöðvarinnar …
Framkvæmdir hófust við stækkun suðurbyggingar Leifsstöðvar í sumar. Afkastageta flugstöðvarinnar á að fara úr 3.600 farþegum á klst. upp í 5.000 farþega á klst. þegar hún verður tekin í notkun. Tölvuteikning/Andersen & Sigurðsson arkitektar

Sú stækkun sem nú er unnið að við suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er ekki nægjanleg, að mati stjórnenda Icelandair Group, til að sinna þeim þörfum sem áætlanir félagsins gera ráð fyrir um áframhaldandi fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll í nánustu framtíð.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir þetta valda stjórnendum Icelandair áhyggjum. „Það er ekki hægt að segja að sú stækkun sem er í gangi núna dugi okkur í langan tíma,“ segir hann.

Ný flugáætlun Icelandair gerir ráð fyrir að farþegum með vélum félagsins fjölgi um 300 þúsund á næsta ári. Með viðbyggingunni í Keflavík, sem á að vera fullbúin 2016, bætast við sex ný brottfararhlið. Í samtali í Morgunblaðinu í dag um þessi mál segir Björgólfur töluverða óvissu framundan um þróun mála á Keflavíkurflugvelli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert