Varað við aukinni mengun

Staða eldgossins í Holuhrauni er svipuð og hún hefur verið …
Staða eldgossins í Holuhrauni er svipuð og hún hefur verið undanfarna daga Rax / Ragnar Axelsson

Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands varar við því að styrkur brennisteinstvíildis (SO2) geti orðið hár norðaustur af gosstöðvunum frá Mývatnssveit að Vopnafirði.

Vindur verður vestlægari með morgninum og því er líklegt að áhrifasvæðið færist sunnar. Samkvæmt loftgæðisathugunum Umhverfisstofnunar er loftmengun hvergi á mælingarstöðum við eða yfir hættumörkum.

Áfram hefur verið virkni á og við norðanverðan Vatnajökul en allir skjálftar frá miðnætti hafa reynst fremur litlir. Stærsti jarðskjálftinn í gær var rúmlega átta í gærmorgun og var hann af stærðinni 5,4.

Á vefmyndavélum Mílu má sjá að það gýs enn í miðgígnum, Baugi, í Holuhrauni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert