Vilja afnema lágmarksútsvar

Unnur Brá Konráðsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Unnur Brá Konráðsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. mbl.is/Rósa Braga

Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að lágmarksútsvar verði afnumið úr lögum um tekjustofn sveitarfélaga. Frumvarpið hefur verið lagt fram í tvígang, en í hvorugt skiptið hlotið afgreiðslu. 

Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Unnur Brá Konráðsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Pétur H. Blöndal, Vilhjálmur Bjarnason og Vilhjálmur Árnason. 

Í greinargerð frumvarpsins segir að með þessari breytingu sé sveitarfélögum veittur möguleiki á að lækka útsvar án þess að löggjafinn standi í vegi fyrir því. 

Sjá frumvarpið hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert