Afturhluti skipsins fastur á skerinu

Frá vettvangi standsins.
Frá vettvangi standsins. Ljósmynd/Þorri Magnússon

Flutningaskipið, sem strandaði á Fáskrúðsfirði um klukkan átta í kvöld, var á leið inn fjörðinn þegar óhappið varð. Skipið á leið til Loðnuvinnslunnar hf. í til að ná í afurðir og hafði farið einn hring í firðinum á meðan það beið eftir hafnsögumanni frá höfninni. 

Skipið heitir Green Freezer en hér er hægt að sjá staðsetningu þess.  Skipið siglir undir fána Bahamaeyja og var smíðað árið 1991. 

Að sögn Þorra Magnússonar framleiðslustjóra sem er í fjörunni og horfir á skipið er framskipið laust en afturhluti skipsins á skerinu. Skipið er á vegum Nesskipa og er það erlent.

Hann segir að skipið Vilhelm Þorsteinsson sé nú á leið að skipinu og geri tilraun til að koma taug í skipið. Þorri segist ekki telja að hætta sé á ferðum.

Háflóð verður um klukkan tíu í kvöld, eða eftir um 50 mínútur. Afar gott veður er á svæðinu og hægt að spegla sig í firðinum að sögn Þorra.

Flutn­inga­skipið Akra­fell, sem er í eigu Sam­skipa, strandaði á skeri við Vatt­ar­nes á milli Reyðarfjarðar og Fá­skrúðsfjarðar 6. september sl. 

Fréttir mbl.is um strandið: 

Horfir á skipið út um gluggann

Flutningaskip strandaði

Björgunarsveitarmenn á vettvangi í kvöld.
Björgunarsveitarmenn á vettvangi í kvöld. mbl.is/Albert Kemp
Skipið heitir Green Freeze og var smíðað árið 1991.
Skipið heitir Green Freeze og var smíðað árið 1991. Marine Traffic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert