Henti flugeldi í grenndargám

Tilkynning barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins rétt fyrir miðnætti í gær um að kveikt hefði verið í grenndargámi við Ingunnarskóla í Grafarholti sem ætlaður er fyrir móttöku á plasti til endurvinnslu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu náðist gerandinn en tveir piltar hafi verið á staðnum og annar þeirra hent flugeldi inn í gáminn. Slökkviliðið slökkti eldinn og í kjölfarið var rætt við foreldra gerandans og vinar hans. Tjónþola var ennfremur tilkynnt um skemmdirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert