Vilja efla samstarf við Grænlendinga

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi. mbl.is/Ómar

Efld tengsl og samvinna við Grænland er efni þingsályktunartillögu sem níu þingmenn allra flokka á Alþingi hafa lagt fram. Ítarlega er þar gerð grein fyrir þeim sviðum þar sem flutningsmenn vilja sjá samstarf landanna eflt. Meðal annars samstarf háskóla, samvinna á sviði sjávarútvegs og ferðaþjónustu auk fríverslunar.

„Íslendingar hafa margar og ríkar ástæður til að styrkja sambandið við Grænland. Þær eru bæði landfræðilegar og sögulegar, en ekki síst pólitískar og efnahagslegar. Grænland er næsti nágranni Íslands og aðeins 290 km á milli austurstrandar þess og Bjargtanga, ysta odda Látrabjargs. Sögulega má rekja tengslin til fyrstu aldar Íslandsbyggðar þegar Eiríkur rauði fór til Grænlands í útlegð og byggði Brattahlíð,“ segir m.a. í greinargerð.

Fyrsti flutningsmaður er Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra.

Þingsályktunin í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert