Fordæma viðsnúning í menntamálum

Stjórn KÍ segir rekstur framhaldsskóla landsins sé fyrir löngu kominn …
Stjórn KÍ segir rekstur framhaldsskóla landsins sé fyrir löngu kominn að þolmörkum. mbl.is/Þórður

Stjórn Kennarasambands Íslands harmar að í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 skuli enn vera þrengt að framhaldsskólum landsins og aðgengi ungs fólks að námi skert. KÍ segir það skjóta skökku við að á sama tíma og stjórnvöld afþakka tekjustofna sé boðaður áframhaldandi niðurskurður í skólakerfinu.

Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn KÍ hefur sent frá sér. Hún er svohljóðandi:

„Stjórn Kennarasambands Íslands harmar að í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 skuli enn vera þrengt að framhaldsskólum landsins og aðgengi ungs fólks að námi skert. 

Rekstur framhaldsskóla landsins er fyrir löngu kominn að þolmörkum. Það skýtur því skökku við að á sama tíma og stjórnvöld afþakka tekjustofna er boðaður áframhaldandi niðurskurður í skólakerfinu.

Til að ná þessum markmiðum er meðal annars gert ráð fyrir 5% fækkun nemenda í framhaldsskólum og skertu aðgengi 25 ára og eldri nemenda að námi á framhaldsskólastigi. Styrkur íslenska framhaldsskólans hefur falist í sveigjanlegum námstíma og aðgengi. Þessi stefna boðar gjörbreytingu á menntapólitík í landinu.

Verði af þessum áformum er ljóst að markmiðum um að hækka hlutfall þeirra sem ljúka framhaldsskólaprófi verður ekki náð. Stjórn KÍ fordæmir þann viðsnúning sem virðist vera í uppsiglingu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert