Með skaddað stýri og laskaða vél

Green Freezer á strandstað í Fáskrúðsfirði.
Green Freezer á strandstað í Fáskrúðsfirði. Ljósmynd/Árni Jóhannesson

Flutn­inga­skipið Green Freezer sigl­ir ekki fyr­ir eig­in vélarafli þótt það tak­ist að draga það af strandstað við Fá­skrúðsfjörð. Kafar­ar könnuðu ástand skips­ins og er ljóst að eitt skrúfu­blaðið er al­veg af og stýrið stór­skemmt. Enn er óvíst hvaða skip verður notað til að draga Green Freezer til hafn­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Al­berti Kemp, frétta­rit­ari mbl.is á Fá­skrúðsfirði, er tek­ist á um hver fær að draga skipið. Segja má að nán­ast bar­ist sé um það enda mikl­ir fjár­mun­ir í húfi, í formi björg­un­ar­launa.

Unnið er að því að setja meng­un­ar­girðingu í kring­um skipið og mun drátt­ar­bát­ur­inn Vött­ur „kippa í“ Green Freezer um klukk­an ell­efu, á há­flóði. Eng­in merki eru um leka og er meng­un­ar­girðing­in aðeins til ör­ygg­is. Tak­ist ekki að ná skip­inu úr fjör­unni má bú­ast við að önn­ur til­raun verði gerð þegar varðskipið Þór er komið á staðinn en það er núna staðsett fyr­ir norðan land. Það verður þá ekki fyrr en á kvöld­flóðinu.

Eins og mbl.is greindi frá í gær­kvöldi strandaði skipið í gær­kvöldi í kjöl­far vél­ar­bil­un­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka