Ofurkæling án íss og krapa

Nú þarf ekki lengur ís til kælingar aflans.
Nú þarf ekki lengur ís til kælingar aflans. mbl.is/RAX

3X á Ísafirði og Skaginn á Akranesi hafa í samvinnu við Matís og fyrirtækin Fisk Seafood og Ice Protein á Sauðárkróki þróað vinnuslubúnað til að kæla fisk um borð í veiðiskipum án þess að ís eða krapi komi þar nærri.

Samið hefur verið við Fisk Seafood um að þessi búnaður verði settur um borð í Málmey SK-1 í desember, en nú er verið að breyta skipinu úr frystiskipi í ísfisktogara í Póllandi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu íd ag segir Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans, búnaðinn marka þáttaskil í meðferð sjávarfangs. Hann segir að þegar búnaðurinn verði kominn um borð sé réttara að tala um ferskfiskskip en ísfiskskip þar sem enginn ís verður notaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert