Ökumenn noti útskot

Umferðatafir geta skapast ef ökumenn stöðvi bífreiðar sínar til þess …
Umferðatafir geta skapast ef ökumenn stöðvi bífreiðar sínar til þess að hleypa farþegum út. Þá er betra að nota útskot. Ómar Óskarsson

Í ábendingu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í dag minnir hún á að ekki sé leyfilegt að stöðva ökutæki eða leggja því á stað sem valdið getið hættu eða óþægindum fyrir umferð.

Í yfirlýsingunni kemur fram að á morgnanna er mörgum börnum og ungmennum ekið í skóla og stöðvi ökumenn þá oft á akbraut sem næst inngöngudyrum til að hleypa út farþegum, jafnvel þó hentugt útskot sé skammt frá.

„Þar sem mikil umferð er á skömmum tíma geta myndast langar raðið bíla með tilheyrandi töfum, t.d. á Listabraut framan við Verslunarskólann eins og lögreglan hefur fengið ábendingar um. Ökumenn eru beðnir um að hafa framangreint í huga,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert