Skipið líklega ekki dregið í kvöld

Flutningaskipið Green Freezer á strandstað við Fáskrúðsfjörð.
Flutningaskipið Green Freezer á strandstað við Fáskrúðsfjörð. mbl.is/Albert Kemp

Ekki lítur út fyrir að flutningaskipið Green Freezer verði dregið af strandstað á háflóði í kvöld. Björgunarsveitir, lögregla, aðgerðastjórn og fleiri sem hafa verið á vettvangi eru nú á heimleið en að sögn lögreglu á Fáskrúðsfirði er það nú útgerðarinnar að finna út hver dregur skipið. 

Búið er að senda dráttarbátinn heim en hann kom frá Fjarðarbyggð. Varðskipið Þór er í firðinum og hefur eftirlit með skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki talin stafa hætta af skipinu þar sem það er. 

Eins og komið hef­ur fram í fyrri frétt­um mbl.is mun Green Freezer ekki sigla fyr­ir eig­in vélarafli þótt það tak­ist að draga það af strandstað við Fá­skrúðsfjörð. Kaf­ar­ar könnuðu ástand skips­in

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert