Ekki mælt með minni sameiningum

Akranes. Ekki er mikill ávinningur að sameiningu í Borgarfirði.
Akranes. Ekki er mikill ávinningur að sameiningu í Borgarfirði. Ljósmynd/Akranes

Helst er mælt með sameiningu Dalabyggðar við nágrannasveitarfélög í skýrslu um sameiningarkosti á Vesturlandi sem gerð hefur verið fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og kynnt var á aðalfundi samtakanna í Búðardal í gær.

Sameining allra sveitarfélaga á Snæfellsnesi kemur einnig ágætlega út. Sísti kosturinn er sameining lítilla sveitahreppa við stóru byggðakjarnana, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Mælt er með sameiningu Dalabyggðar við Reykhólasveit og Strandabyggð og þar næst með sameiningu allra sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Sameining allra sveitarfélaga í Borgarfirði og Akraness, svokölluð Akraborg, er talinn síðri valkostur þó ávinningur gæti orðið allnokkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert