Helgarferð til tunglsins

Tunglið heillar marga.
Tunglið heillar marga. Rax / Ragnar Axelsson

„Ertu að leita að áfangastað fyrir næstu helgarferð? Bungalo hefur einmitt það sem þú ert að leita að: helgi í huggulegum sænskum kofa á sérstökum stað..tunglinu.“

Svona hefst auglýsing íslensk-kanadíska fyrirtækisins Bungalo þar sem fólki er boðið að leigja húsnæði á tunglinu.

Hægt er að leigja húsið út á vef Bungalo en taka skal fram að ferðakostnaður er ekki innifalin. Heldur ekki svefnaðstaða, súrefni eða þráðlaust net. Hins vegar fylgir með einn „spork“ (blanda af skeið og gaffli) og réttur til þess að monta sig.

Þess ber að geta að ekki er um að ræða alvöru hús á tunglinu, heldur fjáröflun. Bungalo, í samstarfi við sænska listamanninn Mikael Genberg hafa nú sett af stað fjáröflun til þess að byggja hús á tunglinu.

Áætlað er að senda svokallað „sjálfbyggjandi“ rautt og hvítt hús á yfirborð tunglsins í október 2015. Til þess þarf 15 milljón bandaríkjadali og hefur nú fjáröflun hafist á Kickstarter. Allir þeir sem leigja nótt eða nætur í tunglhúsinu styrkja verkefnið.

Bungalo er með höfuðsstöðvar sínar í Reykjavík og Halifax í Kanada og er milliliður fólks sem vill leigja út sumarhús sín og þeirra sem sækjast eftir sumarhúsi. Bungalo leigir út hús á Íslandi, Nova Scotia í Kanada og í Svíþjóð. 

Vefur Bungalo.

Vefur Tunglhússins.

Hér má styrkja og fræðast um málefnið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert