Ósamið um leigutíma á Dreka

Skálinn við Drekagil Vísindamenn hafa þar aðsetur en stutt er …
Skálinn við Drekagil Vísindamenn hafa þar aðsetur en stutt er í gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir munu dvelja þar á meðan gosið stendur yfir. mbl.is/Árni Sæberg

Almannavarnir ríkisins hafa tekið á leigu Dreka, skála Ferðafélags Akureyrar við Drekagil. Vísindamenn sem rannsaka gosstöðvarnar í Holuhrauni hafa aðsetur þar.

Óvíst er hversu lengi vísindamennirnir munu dvelja þar, en reiknað er með að þeir verði þar að minnsta kosti fram að jólum.

Upphæð leigunnar sem ríkið mun greiða fyrir skálann er ekki komin á hreint. Samningarnir eru á viðræðustigi, segir Hilmar Antonsson, formaður Ferðafélags Akureyrar, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert