Tveir stöðvaðir með kókaín

Mennirnir voru báðir með kókaín innan klæða.
Mennirnir voru báðir með kókaín innan klæða. Wikipedia

Tvö kókaínmál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem bæði komu upp fyrr í mánuðinum. Íslenskur karlmaður, sem kom frá Kaupmannahöfn, reyndist vera með 200 grömm af kókaíni meðferðis þegar tollverðir stöðvuðu hann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Efnin hafði hann falið innan klæða. Hann sætir nú gæsluvarðhaldi.

Daginn eftir stöðvuðu tollverðir annan karlmann, einnig íslenskan, sem var að koma frá Amsterdam. Hann var með um 150 grömm af kókaíni. Hluta af efnunum hafði hann falið innan klæða og hluta bar hann innvortis.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert