40% eigna ÍLS á Suðurnesjum

Íbúðalánasjóður á 831 fasteign á Suðurnesjum og er sú eign …
Íbúðalánasjóður á 831 fasteign á Suðurnesjum og er sú eign 40% af fasteignum í eigu sjóðsins. Margar þessara eigna standa auðar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Um 40% af fasteignum í eigu Íbúðalánasjóðs (ÍLS) eru á Suðurnesjum, en sjóðurinn átti 831 fasteign þar í lok síðasta mánaðar. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) lýsir í ályktun þungum áhyggjum af þróun eignarhalds húsnæðis á svæðinu.

Gunnar Þórarinsson, nýkjörinn formaður SSS, segir í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag, að enn gæti ástandið versnað.

„Það liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort og þá hversu margar íbúðir til viðbótar ÍLS mun eignast vegna nauðungarsala. Það eru margir einstaklingar illa staddir fjárhagslega,“ sagði Gunnar. Hann bætir við að svo kunni að fara að ÍLS verði að leysa til sín íbúðir á Ásbrú, sem séu margar í eigu félaga sem standi illa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert